Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 26, 2009

5 evrur á dag námsmaðurinn, breyttar áherslur.

Ég ákvað að breyta tilrauninni minni smá. Þar sem Gunni er frekar snjall vitleysingur þá má alveg prófa það að lifa á 35 evrum á viku. Þannig að ég ákvað að fara út á markað og kaupa smá kjöt og grænmeti. Ætla að reyna að láta það endast eins lengi og ég get sem og að reyna að kaupa minna af grænmeti og kjöti í súpermarkaðnum þar sem það er dýrara.

Það sem ég keypti á markaðnum var:

 • Hálft kíló af kjúklingabringum
 • Hálft kíló af hakki
 • Gúrkur, tómatar og kál
 • Egg
 • Samtals: 8,55

Ég á beikon og samlokur í frystinum. Eina sem mig vantar er svosem almennilegur morgunmatur, en jógúrt er ódýrt og ég kaupi það á leiðinni heim úr skólanum. En hlutirnir sem ég get gert úr þessu, plús það sem ég á til nú þegar er:

 • BLT samlokur, vantar bara brauð
 • Eggjasalad-samlokur. Ég sakna Liz, en maginn minn saknar eggjasalatsamlokanna hennar.
 • Spaghettí carbonara
 • Spaghetti bolognese, vantar bara smá tómatpúrru.
 • Kjúklingasalat
 • Kjúklingasamlokur
 • Sítrónukjúklingur í raspi
 • Þynnku egg og beikon.

Ljóst er að það er margt hægt að gera úr litlu. Og ef við gefum okkur það að ég eigi ca 15 evrur eftir út vikuna þá er gott að vita að maður geti notað þær í áfengi og hórur.

Auglýsingar
Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 24, 2009

Fimm evrur á dag námsmaðurinn, helgin.

Nú er komin vika síðan ég ákvað að reyna að lifa á fimm evrum á dag. Það sem ég átti von á að vera erfiðast er að geta gert mjög svo lítið um helgar.

Reyndar var þetta hálfgerð vinnuhelgi því ég var í stúdíóinu í 8 tíma á laugardag þannig að það eiginlega ekkert gert á föstudeginum. Ég eyddi engum pening og átti nóg mat heima til að éta.

Brauð var keypt á laugardeginum og fer nú að syngja í það síðasta af grænmetinu mínu. Það er búið að þjóna mér vel í allskyns samlokur og salöt. Ég fór út með félaga mínum, keypti mér pizzu og drakk nokkra bjóra fyrir samtals 7 evrur á laugardegi þannig að það var vel sloppið því engu var eytt deginum áður.

Í gær minnir mig að ég hafi bara eytt seinustu þremur evrunum mínum í kaffi og bjór. Ég kláraði beikonið og átti spaghettí þannig að ég bjó til mjög gott spaghettí carbonara.

Í dag fór ég í súpermarkaðinn og keypti:

 • Skinkupakka
 • Ostsneiðar
 • Beikon
 • Samlokubrauð
 • Fanta
 • Sinnep
 • Samtals: 10,26 evrur

Þannig að nú má líta tvo vegu á hlutina. Annars vegar að ég hafi eytt sunnudags og mánudagspeningnum mínum í súpermarkaðnum og er núna á núlli. Hins vegar má segja að ég hafi verið að eyða mánudags og þriðjudags-evrunum mínum og eigi fimm evrur inni. Það er eiginlega ekki hægt að segja til hvort það er fyrr en í lok næsta dags. Annað hvort verð ég fimm evrum ríkari, eða á núlli.

Hvort sem verður, þá gengur vel.

Til að vera alveg skýr þá er ég reyndar að eyða miklu meiri pening. Ég skulda internet, vatn og hita sem ég þarf að borga í þessari viku. Ég er líka búinn að kaupa mér flugferðir fyrir hátt í hundrað þúsund, þannig að það er ekki eins og fimm evrur á dag er eini kostnaðurin minn.

En það var aldrei ætlunin. Planið var að reyna að lifa af, kaupandi mat og drykk fyrir einungis 5 evrur á dag.

Fyrsta vikan gekk upp, þannig að ég held ótrauður áfram.

Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 21, 2009

5 evrur á dag námsmaðurinn, fjórði hluti

Fimmtudagur endar stundum sem djamm-dagur. Maður fer oft út á fimmtudögum því það er ekki skóli hjá mér á föstudögum.

Ég ætlaði mér s.s. ekki að gera mikið í gærkvöldi, vinkona mín sem ég ætlaði að hitta var veik þannig að ég sá fram á próflestur fram eftir kvöldi.

Alveg þangað til félagi minn frá Mexikó sagðist vera kominn aftur frá Menorca. Þannig að að sjálfsögðu þurftum við að hittast og fá okkur nokkra bjóra.

Upp að þessu hafði ég ekki eytt neinu. Reyndar skrapaði ég saman smá klinki til að kaupa mér bjór með kvöldmatnum en það telst eiginlega ekki með. Tekur mig ca 10 mínútur að telja saman peninga fyrir bjór. Kínakonan í sjoppunni kallar mig elsku greyið sitt þegar ég rétti henni kúfaðan lófa af klinki.

Jógúrtin dugar enn sem morgunmatur, gulrætur milli mála og samlokur í hádegismat. Þar sem ég keypti svo mikið af grænmeti fyrsta daginn get ég alltaf búið mér til frekar góðar samlokur í hádeginu.

Tuc kex er rosalega gott á samloku, gefur auka crunchy fíling og sérstaklega ef það er Tuc Mediterranean þá er það með oregano og kryddum inní. Sem er mega gott stöff.

Kjúklingabringurnar sem ég keypti annan daginn eru núna búnar því ég steikti þeir í kvöldmatinn.

Þannig að ég endaði með því að eyða akkúrat fimm evrum í gær úti með vini mínum.

Öllum í bjór.

Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 20, 2009

5 evrur á dag námsmaðurinn, þriðji hluti

Miðvikudagur.

Skrapaði saman 1,20 evru í klinki til að fá mér bjór og tapas á barnum mínum við hliðina. Eftir erfiðan dag fannst mér ég eiga það skilið að svolgra einum köldum og þar sem ég er fastagestur á barnum fæ ég alltaf smá tapas frítt með.

Bar-eigandinn veit að ég er fátækur námsmaður þannig að í gær aumkaði hann sér enn meira yfir mér og gaf mér smá brauð með. Ég fílaði mig eins og Óliver Twist, heppinn yfir að fá einn brauðhleif í fátæktum mínum.

Annars var ekkert eytt  af peningum. Bjó til kalkúnaskinku samlokur í hádegismatinn og át pasta-afganga í kvöldmat.

So far so good.

Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 19, 2009

5 evrur á dag námsmaðurinn – annar hluti

Daginn,

Týpískt update a sparnaðarháttum mínum.

10 evrur í súpermarkaðnum í gær. Þannig að það má ekkert eyða í dag.

 • Ostur
 • Kalkúnaskinka
 • Beikon
 • Samlokubrauð
 • Kjúklingabringur
 • Samtals: 8,5 evrur

Nokkrir hlutir:

 • Ekki kaupa ódýrasta ostinn. Hann fer beint í ruslið.
 • Hefði átt að kaupa venjulega skinku til að búa til skinku/ost samlokur og frysta. En ég á ekki ost þannig að það bíður til morguns.

8,5 evrur þannig að það verður ekkert eytt í dag.

Birt af: Björgvin Benediktsson | ágúst 18, 2009

5 evrur á dag námsmaðurinn.

Hvernig lifir maður á 5 evrum á dag?

Ég hef ákveðið að reyna út ágúst mánuð að lifa einungis á 5 evrum á dag. 5 evrur á dag á mánuði er fáránlega lítill peningur, eða ca 155 evrur fyrir ágúst mánuð.

En þetta er tilraun þannig að ég ætla að byrja smátt. Tilraunin mín byrjaði að öllu jöfnu í fyrradag. Ég kom frá Íslandi og það var eins og að byrja á byrjunarreit. Ekkert í ísskápnum þannig að ég ákvað að ég ætlaði að reyna að gera sem besta, og minnsta úr stöðunni minni.

Núna bið ég ykkur um að fylgjast með og styðja mig í þessu. Allavega til loka ágústs.

Til að byrja þetta þá sýni ég ykkur fyrstu tvo daganna og hvernig þeim var eytt.

 • Sunnudagur
  • Tómatpastasósa
  • Beikon
  • Laukar
  • Samtals = 4,5 evrur
 • Þetta er reyndar svolítið dýrt því súpermarkaðurinn er ekki opinn á sunnudögum. Þess vegna þarf maður að versla annars staðar. Úr þessu var gert pasta úr hlutum sem ég átti fyrir. Eins og pasta….
 • Mánudagur
  • Kál
  • Gúrkur
  • Gulrætur
  • Tómatar
  • Einn bjór seinni partinn í garðinum
  • Samtals = 5 evrur
 • Gerði frábært salat með öllu þessu grænmeti, plús lauknum og beikoni. Með ranch dressingu ofan á þá borðaði ég þetta bæði í hádegismat og kvöldmat.

Nú er þriðjudagur og mig vantar eiginlega bara pasta til að búa til aðra útgáfu af pastanu sem ég gerði á mánudaginn. Pasta og samlokubrauð ætti að vera nóg til að geta gert eitthvað úr. Síðan á ég alltaf eina pakkasúpu, frosnar croquettes og þessháttar. Það er allt í lagi að hafa smá buffer til að byrja með.

Ef þið hafið hugmyndir af brjálæðislega ódýrum réttum. 5 evrum eða minna þ.e.a.s., þá endilega megið þið setja það í kommentin.

Hugmyndin er að reyna að eyða sem minnstu, og 5 evrur er mögulega það allra minnsta held ég. Þætti gaman að fá að vita hvað ykkur finnst, og endilega sýnið stuðning með kommentum.

Áframhald á morgun.

Björgvin

Birt af: Björgvin Benediktsson | júlí 14, 2009

Óður vegna eineltis

Enginn veit, því það er horfið
löngu áður en það gæti hafa orðið
sterk persóna, með hraustan líkama
farin því fólkinu í kringum sig var nákvæmlega sama

Metnaður tekin, sálin var brotin
á unglingsaldri særindin voru skorin
Útundan og einmana (þar sem skólabjöllur hringja)
Og inn í litlu herbergi heyri ég hana syngja

Og ég syng, ég syng í einrúmi
Ég syng því enginn talar við mig
Ó, því ég syng, ég syng í einrúmi
Ég syng því öllum er sama um mig.

Nú spyr ég þig, hvað ætlarðu að gera?
Það þýðir ekki að standa, horfa og biðja
Sífellt fleiri, inn í höfði sínu öskra
Taktu á rás er þú heyrir þau syngja

Og ég syng, ég syng í einrúmi
Ég syng því enginn talar við mig
Ó, því ég syng, ég syng í einrúmi
Ég syng því öllum er sama um mig.

(það vantar barnakór í endann)

Birt af: Björgvin Benediktsson | júlí 8, 2009

Hamingja.

lizandme

Birt af: Björgvin Benediktsson | júní 8, 2009

Nokkrar fréttir

Nokkrar fréttir af því sem er að ske….

 • Audiotuts.com virðist líka við það sem ég er að gera því þeir birtu aðra grein eftir mig. Sem eru frábærar fréttir því ég er að reyna að búa mér til einhverskonar orðspor á netinu og er þetta frábær síða til að komast inn í.
 • Þar sem ég eyði miklum tíma á hverjum degi í að blogga um trix varðandi hljóðblöndun hef ég oft ekki tíma, eða nenni ekki að finna eitthvað spennandi til að skrifa um hér. Http://audiotipaday.com er smá tilraun sem mun breytast á næstu vikum í aðra síðu.
 • Ég fjárfesti í heimasíðupakka frá Site Build it eftir miklar rannsóknir og hef komist að því þessi pakki á eftir að hjálpa mér mikið í að stofna einskonar hljóðblöndunarupplýsingafyrirtæki/tímarit á internetinu.
 • Einnig hef ég fengið grænt ljós frá kennaranum mínum að nota þessa tilraun í athafnamennsku sem rannsóknarverkefni/lokaverkefni í skólanum. Þannig að ég slæ fullt af flugum í einu höggi.

Annars er maður bara hamingjusamur…

Birt af: Björgvin Benediktsson | maí 26, 2009

Fyrsta „fyrirtæki“ mitt

Miklar fréttir. Ég var að enda við að kaupa og opna heimasíðuna www.audiotipaday.com þar sem ég mun, eins og nafnið gefur kannski til kynna, skrifa trix varðandi hljóðupptökur og músík á hverjum degi. Litlar örfærslur með einföldum en nothæfum trixum sem vonandi koma lesendum síðunnar að notum.

Ef þið hafið áhuga á að hjálpa mér lítillega varðandi vöxt þessarar síðu getið þið gert nokkra hluti.

Þið getið sagt fólki sem þið vitið að hafa áhuga á hlutum varðandi hljóðvinnslu og tónlist frá þessu þar sem það er alltaf gott að fá meiri traffík á heimasíðuna.

Einnig geta þeir sem eru með Stumple upon farið á síðuna og ýtt á „I like it“ hnappinn á toolbarnum þannig að ég fái stigvaxandi vinsældir innan stumpleupon kerfisins. Þetta gerir einnig að verkum að ég geti fengið meiri traffík inn á síðuna.

Öll önnur hjálp er einnig vel þegin. Þið áhugasömu um þetta efni endilega fylgist með, og vinsamlegast, ef þið kommentið á síðuna, gerið það á ensku.

Kæra kveðja,

Björgvin

Older Posts »

Flokkar